Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 8 – vor 2014
Hér að neðan er óformleg lýsing á kennsluviku í stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík vorið 2014. Öllum er frjálst að nota og breyta efni sem hér birtist. Mikið af þessu efni ætti að geta nýst við kennslu á efsta stigi og miðstigi grunnskóla.
Um dagbókina
Hér er sagt frá einni kennsluviku í stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2013-2014.
Svarthol
Ég flutti fyrirlestur um svarthol. Samkvæmt nýjustu fréttum þá hefur Stephen Hawking sett fram efasemdir um að svartholin séu með jaðar þannig að hlutir (upplýsingar) geti farið inn fyrir jaðarinn. Ég reyndi að taka þetta að einhverju leyti inn í fyrirlesturinn.
-
Kennsluhugmyndir fyrir kennslu um svarthol á vefsiðu Hubblesjónaukans (mjög áhugaverðar hreyfimyndir!)
Homer í 3D
Ég hef alltaf kökutíma á svipuðum tíma og þegar við förum í svarthol. Þá baka bæði nemendur og ég kökur og við horfum saman á gamlan hrekkjavökuþátt þar sem Hómer fellur inn í svarthol.