• Murchison, loftsteinn, kolefniskondrit
    Brot úr Murchison loftsteininum. Mynd: Wikimedia Commons

Murchison loftsteinninn

Murchison loftsteinninn er loftsteinn sást falla yfir Murchison í Victoríufylki í Ástralíu þann 28. september 1969. Hann er einn mest rannsakaði loftsteinn sem til er vegna þess að hann er að mestu úr kolefni og í honum fundust bæði merki um vatn og lífræn efnasambönd.

1. Loftsteinninn

Klukkan 10:58 að morgni 28. september árið 1969 birtist bjartur vígahnöttur á himninum yfir bænum Murchison í Victoríufylki í Ástralíu. Steinninn klofnaði í þrennt og skildi eftir sig mikla slóð. Hálfri mínútu síðar heyrðust drunur. Á stóru svæði í nágrenni bæjarins fundust mörg brot sem samanlagt vógu yfir 100 kg, þar af var þyngsta brotið 7 kg.

Rannsóknir á steininum sýndu að um kolefniskondrít var að ræða, eina algengustu tegund loftsteina. Þær sýndu ennfremur að bergið hafði komist í snertingu við vatn á móðurhnetti sínum áður en hann klofnaði af og féll til Jarðar. Um 10% af eru vatnaðar steindir. Rétt eins og kolefniskondrít af sömu gerð og Murchison loftsteinninn inniheldur hann innlyksur úr kalsíum og áli.

1.2 Lífræn efnasambönd

Murchison, loftsteinn, kolefniskondrit
Brot úr Murchison loftsteininum sem féll í Ástralíu árið 1969. Hann er kolefniskondrít. Mynd: Wikimedia Commons

Mesta athygli vöktu þó amínósýrur eins og glýsín, alanín og glútamínsýru sem fundust í steininum. Um 2% af honum eru úr lífrænum efnasamböndum. Þetta sýnir að byggingarefni lífs voru til staðar í þokunni sem myndaði sólkerfið okkar og að loftsteinar gætu hafa átt sinn þátt í uppruna lífsins á Jörðinni.

Tengt efni

Heimildir

  1. Murchison meteorite“ — Wikipedia: The Free Encyclopedia (sótt: 28.06.13)

  2. The Murchison Meteorite Story. Melbourne Museum (sótt: 28.06.13)

- Sævar Helgi Bragason