Murchison loftsteinninn
Murchison loftsteinninn er loftsteinn sást falla yfir Murchison í Victoríufylki í Ástralíu þann 28. september 1969. Hann er einn mest rannsakaði loftsteinn sem til er vegna þess að hann er að mestu úr kolefni og í honum fundust bæði merki um vatn og lífræn efnasambönd.
1. Loftsteinninn
Klukkan 10:58 að morgni 28. september árið 1969 birtist bjartur vígahnöttur á himninum yfir bænum Murchison í Victoríufylki í Ástralíu. Steinninn klofnaði í þrennt og skildi eftir sig mikla slóð. Hálfri mínútu síðar heyrðust drunur. Á stóru svæði í nágrenni bæjarins fundust mörg brot sem samanlagt vógu yfir 100 kg, þar af var þyngsta brotið 7 kg.
Rannsóknir á steininum sýndu að um kolefniskondrít var að ræða, eina algengustu tegund loftsteina. Þær sýndu ennfremur að bergið hafði komist í snertingu við vatn á móðurhnetti sínum áður en hann klofnaði af og féll til Jarðar. Um 10% af eru vatnaðar steindir. Rétt eins og kolefniskondrít af sömu gerð og Murchison loftsteinninn inniheldur hann innlyksur úr kalsíum og áli.
1.2 Lífræn efnasambönd
![]() |
Brot úr Murchison loftsteininum sem féll í Ástralíu árið 1969. Hann er kolefniskondrít. Mynd: Wikimedia Commons |
Mesta athygli vöktu þó amínósýrur eins og glýsín, alanín og glútamínsýru sem fundust í steininum. Um 2% af honum eru úr lífrænum efnasamböndum. Þetta sýnir að byggingarefni lífs voru til staðar í þokunni sem myndaði sólkerfið okkar og að loftsteinar gætu hafa átt sinn þátt í uppruna lífsins á Jörðinni.
Tengt efni
Heimildir
-
„Murchison meteorite“ — Wikipedia: The Free Encyclopedia (sótt: 28.06.13)
- The Murchison Meteorite Story. Melbourne Museum (sótt: 28.06.13)
- Sævar Helgi Bragason