Sólmassi
Sólmassi (e. solar mass), 1,988 x 1030 kg, er mælieining fyrir massa í stjörnufræði, notaður til að tilgreina massa stjarna og vetrarbrauta. Einn sólmassi er jafn massa sólar, sem er 332.950-faldur massi jarðar eða 1048x massi Júpíters.
Overview
Hægt er að reikna massa sólar út frá umferðartíma jarðar (lengd ársins), fjarlægð jarðar frá sólu (stjarnfræðieiningin) og þyngdarfastanum (G),
Msól = 4π2 x (1 SE)3 / G x (1 ár)2
Hægt er að reikna út massa annarra stjarna með þessari jöfnu, ef annar hnöttur, þ.e. önnur stjarna eða reikistjarna, er á braut um stjörnuna. Massamestu stjörnur alheims eru allt að 300 sólmassar en þær massaminnstu í kringum 0,08 sólmassar.
Massi sólar breytist hægt og bítandi þegar líður á ævi hennar. Massatapið verður vegna þess að í kjarna sólar umbreytir kjarnasamruni vetni í helíum. Við það breytist massi í orku sem geislar burt frá sólinni. Massinn minnkar líka þegar sólvindurinn, aðallega róteindir og rafeindir, streyma frá sólinni og út í geiminn.
Tengt efni