• Mýsnar, Mice Galaxies, NGC 4676
    Mýsnar (NGC 4676) á ljósmynd Hubblessjónaukans. Mynd: NASA/ESA

Mýsnar

NGC 4676

NGC 4676 eða Mýsnar eru tvær þyrilvetrarbrautir í Bereníkuhaddi sem eru að renna saman í eina. Frá báðum vetrarbrautum liggur langur hali úr stjörnum, gasi og ryki. Halarnir valda því að vetrarbrautirnar minna um margt á mýs að leik.

Helstu upplýsingar
Tegund: Gagnvirkar vetrarbrautir
Stjörnulengd:
12klst 46mín 10,1sek
12klst 46mín 11,2sek
Stjörnubreidd:
+30° 43′ 55″
+30° 43′ 22″
Fjarlægð:
290 milljón ljósár (89 Mpc)
Sýndarbirtustig:
+14,7 / +14,4
Stjörnumerki: Bereníkuhaddur
Önnur skráarnöfn:
IC 819/820, Arp 242

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautirnar þann 13. mars árið 1785.

Mýsnar eru hluti af Haddþyrpingunni. Þær eru í um 290 milljón ljósára fjarlægð og sjást aðeins með stórum áhugamannasjónaukum (yfir 12 tommur).

Vetrarbrautirnar eru sérstakar á litinn. Sú sem er hægra meginn á myndinni hér til hliðar er sínu sérkennilegri. Yfir gulleitum kjarna hennar eru dökkar rykslæður og bláhvítar leifar þyrilarms umlykja hann. Halinn er líka óvenjulegur. Hann inniheldur fyrst bláleitar stjörnur en við enda hans eru gulhvítar stjörnur. Í örmum svo til allra þyrilvetrarbrauta eru þessu öfugt farið: Fyrst eru gulleitar stjörnur og svo bláar við ytri mörkin.

Vetrarbrautin vinstra megin er hefðbundnari. Í miðju hennar er gulleitur kjarni úr gömlum stjörnum umlukinn bláleitum leifum þyrilarma.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_4676

  2. Courtney Seligman - NGC 4676

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 4676