NGC 3310
NGC 3310 er þyrilvetrarbraut í um 42 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Stórabirni.
Tegund: | Þyrilvetrarbraut |
Stjörnulengd: |
10klst 38mín 45,86s |
Stjörnubreidd: |
+53° 30′ 12" |
Fjarlægð: |
42 milljón ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+11,2 |
Stjörnumerki: | Stóribjörn |
Önnur skráarnöfn: |
Arp 217 |
Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 12. apríl árið 1789.
NGC 3310 er hrinuvetrarbraut. Líklegt er að hún hafi gleypt eina af fylgivetrarbrautum sínum fyrir um 100 milljónum ára og hafi sá samruni orsakað stjörnumyndunarhrinuna.