• NGC 404, linsulaga vetrarbraut
    Linsulaga vetrarbrautin NGC 404 í stjörnumerkinu Andrómedu. Mynd: NASA/ESA

NGC 404

Draugur Míraks

NGC 404 er lítil linsulaga vetrarbraut í um 10 milljóna ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Andrómedu. Hún er skammt frá stjörnunni Mírak (Beta Andromedae), sem er rauður risi af öðru birtustigi í um 200 ljósára fjarlægð frá sólinni, svo erfitt getur reynst að koma auga á hana fyrir glýjunni frá stjörnunni. Þess vegna er hún oft kölluð „Draugur Míraks“ (e. Mirach's Ghost).

Helstu upplýsingar
Tegund: Linsulaga vetrarbraut
Stjörnulengd:
01klst 09mín 27,0s
Stjörnubreidd:
+35° 43′ 04"
Fjarlægð:
10 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+11,2
Stjörnumerki: Andrómeda
Önnur skráarnöfn:
Caldwell 70

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 13. september árið 1784.

NGC 404 er rétt fyrir utan Grenndarhópinn sem við tilheyrum. Hún er líklega aðeins um 10 þúsund ljósár í þvermál og því dvergvetrarbraut.

Linsulaga dvergvetrarbrautir hafa oftast lítið gas og ryk og eru að mestu úr gömlum, daufum stjörnum. Úfjólubláar mælingar með GALEX gervitunglinu sýna þó um 30 þúsund ljósára breiðan hring úr heitu, björtum, ungum stjörnum sem umlykja vetrarbrautina, líklega vegna samruna hennar við aðra fyrir um milljarði ára. Samruninn leiddi til stjörnumyndunar.

Heimildir

  1. Courtney Seligman - NGC 404

  2. SIMBAD Astronomical Database - NGC 404