Stjörnufræðivefurinn
Headline list

Skriða afhjúpar innviði halastjörnu
Rosetta-geimfarið náði myndum af klettavegg sem virðist hafa hrunið á 67P/Churyumov-Gerasimenko. Vísindamenn tengja skriður af þessu tagi við það þegar ryk og gas gýs upp frá yfirborði halastjörnunnar.

Námskeið í stjörnuljósmyndun með Babak Tafreshi
National Geographic ljósmyndarinn Babak Tafreshi, sem hefur hlotið hin virtu Lennart Nilson verðlaun, stendur fyrir námskeiði í stjörnuljósmyndun 25. og 26. mars næstkomandi í samvinnu við Stjörnufræðivefinn

Sex staðreyndir um vorjafndægur
Mánudaginn 20. mars kl. 10:29 verða vorjafndægur á norðurhveli Jarðar en haustjafndægur á suðurhvelinu.

Róteindabogi á himni — Sjaldséð gerð norðurljósa
Fimmtudagskvöldið 16. mars síðastliðinn sást sjaldséð gerð norðurljósa yfir Íslandi, svokallaður róteindabogi (proton arc).
Hvað er á himninum?

Stjörnuhiminninn í mars
Upplýsingar um stjörnuhiminninn yfir Íslandi, tunglstöðu og það helsta sem sést á himninum í mars 2017, auk prentvæns stjörnukorts.
Read moreMynd vikunnar

Vetrarbrautin á suðurhveli
27. mars
Vetrarbrautin okkar er meira áberandi á suðurhveli en norðurhveli. Helgast það af því að þar er miðjan betur sjáanleg og minna ryk sem byrgir sýn á stjörnuskarann. Þessa mynd tók Babak Tafreshi af himninum yfir Very Large Telescope ESO á Paranalfjalli í Chile, einum besta stað heims til að rannsaka og skoða næturhiminninn.
Mynd: ESO/B. Tafreshi ( twanight.org)
Skoða mynd