Fréttir
Headline list

Stormasöm Lónþoka
Þótt kyrrð sé yfir heiti Lónþokunnar er svæðið stormasamt. Þar blása sterkir vindar frá heitum stjörnum innan um ólgandi gasstraumar og öfluga myndun nýrra stjarna.

Plútó í öllu sínu veldi
Klukkan 11:50 í morgun flaug New Horizons, hraðfleygasta geimfar sem menn hafa sent út í geiminn, framhjá Plútó.

New Horizons heimsækir Plútó
Klukkan 11:50 að íslenskum tíma þriðjudaginn 14. júlí flýgur New Horizons geimfar NASA framhjá dvergreikistjörnunni Plútó eftir 5 milljarða kílómetra ferðalag sem tók 91/2 ár.

Hvers vegna er Plútó rauðbrúnn á litinn?
Nú þegar fyrstu skýru litmyndirnar eru farnar að berast frá New Horizons er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvernig Plútó er á litinn.

Dularfullir blettir við miðbaug Plútós
Á nýjum litmyndum frá New Horizons geimfari NASA sjást tvö gerólík hvel dvergreikistjörnunnar. Á öðru hvelinu eru að minnsta kosti fjórir tæplega 500 km breiðir blettir, hver rúmlega eitt og hálft Ísland að flatarmáli, sem raðast upp með jöfnu millibili eftir miðbaug Plútós.